Ég er búin að komast að því að ég er glataður bloggari!!! Ég hef ekki bloggað síðan í júní held ég...allavega einhverntíman í sumar og nú er hvað...30. október!
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að fara yfir það sem við höfum verið að gera hér í dk þannig við byrjum bara hér og nú.
Sindri er byrjaður að vera 1 dag í viku í Fuglebjergskole og líkar alveg rosalega vel. Hann fer bráðum að vera 2 daga í viku og ég held hann geti varla beðið. Hann vill fara að æfa tæjitsú eða eitthvað þannig og það er kennt í Fuglebjerg þannig það hentar rosalega vel.
Kolbrá er ennþá bara í móttökubekknum í Kildemarkskole en fer bráðum að byrja að fara aðeins í Grønbråskole. Hún byrjaði að æfa fimleika á mán fyrir rúmri viku og var þvílíkt vel tekið, eignaðist tvær nýjar vinkonur og allt! Henni var líka boðið að vera með á æfingum á laugardögum með þeim sem eru mjög góðir í fimleikum :) Hún fór á æfingu með þeim síðasta lau og fannst alveg æði, fór svo eftir æfingu til Anniku vinkonu sinnar og var boðið að gista. Daginn eftir var Kolbrá svo búin að mæla sér mót við Trinu, aðra vinkonu sína, þannig það er ekki hægt að segja annað en að nóg sé að gera hjá henni. Ekki má gleyma "Slik eller belløb" sem er á morgun s.s. Hrekkjarvaka!!!
Jæja, Styrmir og Katla eru í leikskóla sem heitir Tjørnehuset og líkar þeim rosalega vel. Styrmir farinn að tala þessa fínu dönsku og Katla öll að koma til.
Svo er ég í sprogskole að læra að tala dönsku og er búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki þar t.d. frá Indónesíu, Marokko, Rússlandi, Líbanon, Írak, Íran, Rúmeníu ofl. :) Og Einar ætlar að elta mig þangað...hann hélt fyrst að hann væri svo góður í dönsku að hann þyrfti ekki að fara í skóla en honum hefur snúist hugur ;)
Jæja nóg í bili, kannski fer ég að standa mig betur í þessu bloggi en kannski ekki...ég vona allavega að ég hafi meiri hæfileika á einhverju öðru sviði ;)
Steina danska.
Tuesday, October 30, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)