Ég er búin að komast að því að ég er glataður bloggari!!! Ég hef ekki bloggað síðan í júní held ég...allavega einhverntíman í sumar og nú er hvað...30. október!
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að fara yfir það sem við höfum verið að gera hér í dk þannig við byrjum bara hér og nú.
Sindri er byrjaður að vera 1 dag í viku í Fuglebjergskole og líkar alveg rosalega vel. Hann fer bráðum að vera 2 daga í viku og ég held hann geti varla beðið. Hann vill fara að æfa tæjitsú eða eitthvað þannig og það er kennt í Fuglebjerg þannig það hentar rosalega vel.
Kolbrá er ennþá bara í móttökubekknum í Kildemarkskole en fer bráðum að byrja að fara aðeins í Grønbråskole. Hún byrjaði að æfa fimleika á mán fyrir rúmri viku og var þvílíkt vel tekið, eignaðist tvær nýjar vinkonur og allt! Henni var líka boðið að vera með á æfingum á laugardögum með þeim sem eru mjög góðir í fimleikum :) Hún fór á æfingu með þeim síðasta lau og fannst alveg æði, fór svo eftir æfingu til Anniku vinkonu sinnar og var boðið að gista. Daginn eftir var Kolbrá svo búin að mæla sér mót við Trinu, aðra vinkonu sína, þannig það er ekki hægt að segja annað en að nóg sé að gera hjá henni. Ekki má gleyma "Slik eller belløb" sem er á morgun s.s. Hrekkjarvaka!!!
Jæja, Styrmir og Katla eru í leikskóla sem heitir Tjørnehuset og líkar þeim rosalega vel. Styrmir farinn að tala þessa fínu dönsku og Katla öll að koma til.
Svo er ég í sprogskole að læra að tala dönsku og er búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki þar t.d. frá Indónesíu, Marokko, Rússlandi, Líbanon, Írak, Íran, Rúmeníu ofl. :) Og Einar ætlar að elta mig þangað...hann hélt fyrst að hann væri svo góður í dönsku að hann þyrfti ekki að fara í skóla en honum hefur snúist hugur ;)
Jæja nóg í bili, kannski fer ég að standa mig betur í þessu bloggi en kannski ekki...ég vona allavega að ég hafi meiri hæfileika á einhverju öðru sviði ;)
Steina danska.
Tuesday, October 30, 2007
Thursday, June 14, 2007
Póstkort 2
12. júní
Nú var gerð taka 2 í að skoða sig um. Við krakkarnir skelltum okkur til Slagelse. Styrmir og Katla gátu ekki beðið eftir að fá að taka strætó aftur og hvað þá tvo vagna ;) Þegar við vorum komin í Slagelse löbbuðum við í miðbæinn. Á leiðinni sáum við ísbúð og ákváðum að skella í okkur einum en þegar við komum inn var Sindri kominn í himnaríki! Við höfum ALDREI séð svona mikið nammi á einum stað!!! Auðvitað fengum við okkur "smá" bland í poka líka...selfölglig :) Þessi dagur var æðislegur, Styrmir og Katla voru stillt og góð, allir keyptu sér eitthvað, við fórum út að borða og löbbuðum út um allt og þetta var bara rosalega vel heppnuð ferð hjá okkur.
13. júní
Við ákváðum að vera bara heima og slaka á. Mér leið ekkert allt of vel, litlu börnin voru ekki í góðu skapi en Sindri var rosalega hjálpsamur og yndislegur. Þegar ég var alveg að fara yfirum af látunum fór ég í Fuglebjerg að versla í matinn og Sindri passaði á meðan...dúllan :) Stuttu eftir að ég kom heim hringdi Else frá Kildemarkskole, þar sem Sindri fer í móttökubekk, og sagðist ætla að vera hjá okkur eftir hálftíma. Hún hafði reynt að tala við mig í síma nokkrum sinnum en það er eitthvað að símalínunni hjá okkur þannig maður heyrir varla fyrir skruðningum og látum svo hún ákvað bara að koma til okkar...þvílík þjónusta! Jæja svo kom Else og vá...þvílíkt gull. Sindri féll gjörsamlega fyrir henni og hlakkaði þvílíkt til að byrja í móttökubekknum. Hún var búin að prenta út fyrir okkur leiðina í skólann og útskýrði fyrir okkur hvernig við ættum að komast þangað. Svo bauð hún okkur að koma daginn eftir til að kíkja á skólann og sjá hvað krakkarnir væru að gera. Þegar hún var farin sagði ég við Sindra "veistu hvern hún minnir mig á?" og við Sindri sögðum bæði í einu "ömmu Birnu" :) :) :) Þær eru ótrúlega líkar, ekki í útliti heldur karakterinn.
14. júní
Nú var farið mjög snemma af stað til að finna skólann. Þegar við komum þangað var tekið rosalega vel á móti okkur og krakkarnir fóru strax að spurja hann hvað hann væri gamall og svona. Þar hittum við líka annan kennara sem heitir Gunnhild. Krakkarnir eru frá ýmsum löndum eins og Tyrklandi, Póllandi, Ástralíu (heyrðist mér hún segja frekar en Austurríki), Kúbu ofl. Else bað eina stelpuna um að sýna Sindra skólann og fóru 2 aðrir strákar með þeim sem voru nýbyrjaðir í bekknum. Svo bauð Else okkur upp á mat í frímínútunum og lét Sindra hafa verkefnamöppur og hljóðsnædur. Um 12 var komið að því að kveðja og þá tók Else sig til og keyrði okkur um til að sýna Sindra hvernig hann gæti labbað frá aðalstrætóstöðinni í skólann svo hann þyrfti ekki að taka 3 strætóa. Svo skutlaði hún okkur í Næstved Store-center svo við gætum verslað! Var ég ekki örugglega búin að tala um hvað hún er mikið gull? :) Jæja við fórum að versla og fengum okkur auðvitað ís og eitthvað í gogginn og fórum svo heim.
Ég held ég breyti nafninu á blogginu í ritgerðir frá Danmörku!
Steina danska!
Ég held ég breyti nafninu á blogginu í ritgerðir frá Danmörku!
Steina danska!
Monday, June 11, 2007
Póstkort 1
Jæja...þá er loksins komið að því...fyrsta póstkortið frá Danmörku!
Við erum að verða búin að koma okkur fyrir hérna, ennþá eftir að taka upp úr nokkrum kössum og svona en komið að því að gefa sér tíma til að skrifa aðeins hér hvernig hefur gengið og hvað við höfum verið að gera.
Við flugum út seinni partinn 31. maí. Við höfðum haft svo miklar áhyggjur af því að Styrmir yrði rosalega hræddur í flugvélinni en honum fannst rosalega gaman. Katla aftur á móti var frekar hrædd og vildi bara sitja í fanginu á mér en féllst loksins á að sitja í sætinu ef ég leiddi hana...alla flugferðina :)
Við lentum svo í Köben og Einar sótti bílaleigubílinn meðan við hin nutum þess að vera úti í góða veðrinu. Þá var farið í það að villast í Köben! Við fundum s.s. ekki leiðina út á motorvejinn og fórum meðal annars að hinu fræga Tivoli!!! Þetta hafðist nú samt á endanum og eftir að við komumst út á motorvej þá var lítið mál að finna hótelið í Menstrupp sem við ætluðum að gista á fyrstu nóttina. Þegar við komum svo þangað beið okkar lykillinn að herberginu í umslagi í móttökunni en enginn að vinna þannig við bara tókum lykilinn og fórum að finna herbergið. Það sem beið okkar var tveggja manna herbergi og við vorum 5 og enginn að vinna í móttökunni!!!
Ég, Sindri, Styrmir og Katla sváfum í rúminu og Einar á gólfinu, hann fékk ekki mikinn svefn!
Styrmir vaknaði mjög snemma og leið ekki vel, hann vildi fara heim, hann er ekki mikið fyrir breytingar, þannig Einar fór með hann í bíltúr meðan við hin reyndum að sofa aðeins meira. Svo var bara skellt í sig morgunmat og haldið af stað að taka við nýja húsinu okkar :)
Þegar þangað var komið var farið að bera inn allan farangurinn en svo skelltum við okkur í búð sem heitir Bilka og er í Næstved þar sem við þurftum að fylla á ískápinn og kaupa ýmislegt sem okkur vantaði. Stuttu eftir að við komum heim kom gámurinn og þá byrjaði ballið...þvílíkt magn af dóti sem við eigum!!! Einar og Sindri sáu að mestu um að bera meðan ég sagði þeim hvert hlutirnir ættu að fara og passaði upp á að litlu börnin væru ekki fyrir og leika við þau úti og þá gerðust undur og stórmerki (fannst okkur sko) við sáum broddgölt rölta í innkeyrslunni hjá okkur!!! Omg hvað þarf stundum lítið til að gleðja mann :)
Eftir ágætis svefn...allaveg miklu betri en nóttina áður...vöknuðum við kl. 8 við að Geir var kominn til okkar með rúnstykki, hvítvín og salt en þetta er einhver sniðug hefð hér í Danmörku. Mikið rosalega var gaman að hitta Geir, hann er svo æðislegur. Við byrjuðum á að skella í okkur mat og svo var farið að bera meira úr gámnum. Svo var grillað um kvöldið og farið snemma í rúmið.
3. júní
Við erum að verða búin að koma okkur fyrir hérna, ennþá eftir að taka upp úr nokkrum kössum og svona en komið að því að gefa sér tíma til að skrifa aðeins hér hvernig hefur gengið og hvað við höfum verið að gera.
31. maí
Við flugum út seinni partinn 31. maí. Við höfðum haft svo miklar áhyggjur af því að Styrmir yrði rosalega hræddur í flugvélinni en honum fannst rosalega gaman. Katla aftur á móti var frekar hrædd og vildi bara sitja í fanginu á mér en féllst loksins á að sitja í sætinu ef ég leiddi hana...alla flugferðina :)
Við lentum svo í Köben og Einar sótti bílaleigubílinn meðan við hin nutum þess að vera úti í góða veðrinu. Þá var farið í það að villast í Köben! Við fundum s.s. ekki leiðina út á motorvejinn og fórum meðal annars að hinu fræga Tivoli!!! Þetta hafðist nú samt á endanum og eftir að við komumst út á motorvej þá var lítið mál að finna hótelið í Menstrupp sem við ætluðum að gista á fyrstu nóttina. Þegar við komum svo þangað beið okkar lykillinn að herberginu í umslagi í móttökunni en enginn að vinna þannig við bara tókum lykilinn og fórum að finna herbergið. Það sem beið okkar var tveggja manna herbergi og við vorum 5 og enginn að vinna í móttökunni!!!
Ég, Sindri, Styrmir og Katla sváfum í rúminu og Einar á gólfinu, hann fékk ekki mikinn svefn!
1. júní
Styrmir vaknaði mjög snemma og leið ekki vel, hann vildi fara heim, hann er ekki mikið fyrir breytingar, þannig Einar fór með hann í bíltúr meðan við hin reyndum að sofa aðeins meira. Svo var bara skellt í sig morgunmat og haldið af stað að taka við nýja húsinu okkar :)
Þegar þangað var komið var farið að bera inn allan farangurinn en svo skelltum við okkur í búð sem heitir Bilka og er í Næstved þar sem við þurftum að fylla á ískápinn og kaupa ýmislegt sem okkur vantaði. Stuttu eftir að við komum heim kom gámurinn og þá byrjaði ballið...þvílíkt magn af dóti sem við eigum!!! Einar og Sindri sáu að mestu um að bera meðan ég sagði þeim hvert hlutirnir ættu að fara og passaði upp á að litlu börnin væru ekki fyrir og leika við þau úti og þá gerðust undur og stórmerki (fannst okkur sko) við sáum broddgölt rölta í innkeyrslunni hjá okkur!!! Omg hvað þarf stundum lítið til að gleðja mann :)
2. júní
Eftir ágætis svefn...allaveg miklu betri en nóttina áður...vöknuðum við kl. 8 við að Geir var kominn til okkar með rúnstykki, hvítvín og salt en þetta er einhver sniðug hefð hér í Danmörku. Mikið rosalega var gaman að hitta Geir, hann er svo æðislegur. Við byrjuðum á að skella í okkur mat og svo var farið að bera meira úr gámnum. Svo var grillað um kvöldið og farið snemma í rúmið.
3. júní
Þennan dag fengum við skemmtilega heimsókn...Guðrún Ósk og mamma hennar komu :)
4. júní
Jæja þá var komið að því...Una kom með alla fjölskylduna til mín, hún og börnin ætla að búa hjá mér í sumar eða þangað til þau kaupa sér hús hérna. Mikið rosalega var gaman að sjá hana...og þau öll :)
5-7. júní
Þessir dagar fóru í göngutúra, sólböð, leiki, búðaráp og svo auðvitað í að koma okkur betur fyrir.
8. júní
Kveðjustund! Þetta var erfiður dagur svona andlega séð. Einar og Davíð áttu flug til Íslands um kvöldið :(
Við Einar fórum kl.9 að hitta skólastjórann í Grönbroskole og okkur fannst bæði hann
og skólinn æðislegur!!! Svo kl. 12 fórum við með Sindra að hitta skólastýruna í Fuglebjergskole. Okkur fannst sá skóli líka æðislegur og skólastýran. Seinna um daginn fórum við Einar fórum með börnin í Safari garð og það var æðislegt...keyrðum í gegnum tígrisdýrabúr og vá hvað þessi dýr eru stóóóóór! Og hvað haldið þið...auðvitað varð myndavélin mín
batteríslaus í tígrisdýrabúrinu! Svo sáum við fyndna bavíana, gíraffa, uxa,
strúta og margt fleira en við náðum ekki að fara nema í smá part af garðinum út af tímaskorti, en við ætlum að fara aftur seinna...maður þarf að gefa sér heilan dag í þetta. Jæja, svo kom að því að kveðja kallana og við Una fórum bara snemma að sofa.
Við Einar fórum kl.9 að hitta skólastjórann í Grönbroskole og okkur fannst bæði hann
og skólinn æðislegur!!! Svo kl. 12 fórum við með Sindra að hitta skólastýruna í Fuglebjergskole. Okkur fannst sá skóli líka æðislegur og skólastýran. Seinna um daginn fórum við Einar fórum með börnin í Safari garð og það var æðislegt...keyrðum í gegnum tígrisdýrabúr og vá hvað þessi dýr eru stóóóóór! Og hvað haldið þið...auðvitað varð myndavélin mín
batteríslaus í tígrisdýrabúrinu! Svo sáum við fyndna bavíana, gíraffa, uxa,
strúta og margt fleira en við náðum ekki að fara nema í smá part af garðinum út af tímaskorti, en við ætlum að fara aftur seinna...maður þarf að gefa sér heilan dag í þetta. Jæja, svo kom að því að kveðja kallana og við Una fórum bara snemma að sofa.
9. júní
Birta systir Unu kom til okkar í hádeginu með dóttur sína hana Emmu og börnin voru öll að leika út í garði og hafa gaman. Emma talar bara dönsku og börnin okkar bara íslensku en þetta gekk bara
rosalega vel þrátt fyrir það. Svo gistu þær hjá okkur um nóttina.
rosalega vel þrátt fyrir það. Svo gistu þær hjá okkur um nóttina.
10. júní
Una og hennar börn fóru heim með Birtu og Emmu í hádeginu og ætla að vera þar fram á næsta föstudag. Þetta var kærkomin hvíld fyrir mig því það er erfitt að hafa svona mikið áreiti alltaf og í raun og veru var nánast enginn friður búinn að vera á heimilinu frá því við fluttum til DK. En ég var samt strax farin að hlakka til að fá þau aftur til okkar ;)
11. júní
Við ákváðum að skoða okkur aðeins um og prufa að fara í strætó og lá leið okkar í Fuglebjerg. Þegar þangað var komið fórum við í Super Brugsen til að fá okkur að drekka en þar keyptum við líka bók á dönsku fyrir mig og barnabækur fyrir litlu börnin svo þau geti aðeins byrjað að læra dönsku. En þegar við komum út úr búðinni voru Styrmir og Katla svo ergileg þannig við tókum bara fyrsta strætó heim aftur :/ Þegar kom að háttatíma hjá þeim lásum við tvær af nýju bókunum og Styrmir náði þessu bara alveg strax...hann verður örugglega fljótur að læra að tala dönsku.
Héðan í frá skrifa ég oftar og minna í einu...þetta áttu jú bara að vera póstkort en ekki ritgerðir...
Steina danska!
Héðan í frá skrifa ég oftar og minna í einu...þetta áttu jú bara að vera póstkort en ekki ritgerðir...
Steina danska!
Subscribe to:
Posts (Atom)