12. júní
Nú var gerð taka 2 í að skoða sig um. Við krakkarnir skelltum okkur til Slagelse. Styrmir og Katla gátu ekki beðið eftir að fá að taka strætó aftur og hvað þá tvo vagna ;) Þegar við vorum komin í Slagelse löbbuðum við í miðbæinn. Á leiðinni sáum við ísbúð og ákváðum að skella í okkur einum en þegar við komum inn var Sindri kominn í himnaríki! Við höfum ALDREI séð svona mikið nammi á einum stað!!! Auðvitað fengum við okkur "smá" bland í poka líka...selfölglig :) Þessi dagur var æðislegur, Styrmir og Katla voru stillt og góð, allir keyptu sér eitthvað, við fórum út að borða og löbbuðum út um allt og þetta var bara rosalega vel heppnuð ferð hjá okkur.
13. júní
Við ákváðum að vera bara heima og slaka á. Mér leið ekkert allt of vel, litlu börnin voru ekki í góðu skapi en Sindri var rosalega hjálpsamur og yndislegur. Þegar ég var alveg að fara yfirum af látunum fór ég í Fuglebjerg að versla í matinn og Sindri passaði á meðan...dúllan :) Stuttu eftir að ég kom heim hringdi Else frá Kildemarkskole, þar sem Sindri fer í móttökubekk, og sagðist ætla að vera hjá okkur eftir hálftíma. Hún hafði reynt að tala við mig í síma nokkrum sinnum en það er eitthvað að símalínunni hjá okkur þannig maður heyrir varla fyrir skruðningum og látum svo hún ákvað bara að koma til okkar...þvílík þjónusta! Jæja svo kom Else og vá...þvílíkt gull. Sindri féll gjörsamlega fyrir henni og hlakkaði þvílíkt til að byrja í móttökubekknum. Hún var búin að prenta út fyrir okkur leiðina í skólann og útskýrði fyrir okkur hvernig við ættum að komast þangað. Svo bauð hún okkur að koma daginn eftir til að kíkja á skólann og sjá hvað krakkarnir væru að gera. Þegar hún var farin sagði ég við Sindra "veistu hvern hún minnir mig á?" og við Sindri sögðum bæði í einu "ömmu Birnu" :) :) :) Þær eru ótrúlega líkar, ekki í útliti heldur karakterinn.
14. júní
Nú var farið mjög snemma af stað til að finna skólann. Þegar við komum þangað var tekið rosalega vel á móti okkur og krakkarnir fóru strax að spurja hann hvað hann væri gamall og svona. Þar hittum við líka annan kennara sem heitir Gunnhild. Krakkarnir eru frá ýmsum löndum eins og Tyrklandi, Póllandi, Ástralíu (heyrðist mér hún segja frekar en Austurríki), Kúbu ofl. Else bað eina stelpuna um að sýna Sindra skólann og fóru 2 aðrir strákar með þeim sem voru nýbyrjaðir í bekknum. Svo bauð Else okkur upp á mat í frímínútunum og lét Sindra hafa verkefnamöppur og hljóðsnædur. Um 12 var komið að því að kveðja og þá tók Else sig til og keyrði okkur um til að sýna Sindra hvernig hann gæti labbað frá aðalstrætóstöðinni í skólann svo hann þyrfti ekki að taka 3 strætóa. Svo skutlaði hún okkur í Næstved Store-center svo við gætum verslað! Var ég ekki örugglega búin að tala um hvað hún er mikið gull? :) Jæja við fórum að versla og fengum okkur auðvitað ís og eitthvað í gogginn og fórum svo heim.
Ég held ég breyti nafninu á blogginu í ritgerðir frá Danmörku!
Steina danska!
Ég held ég breyti nafninu á blogginu í ritgerðir frá Danmörku!
Steina danska!
No comments:
Post a Comment